Vígsluafmælishátíð um helgina

Í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu Skálholtsdómkirkju verður haldin vegleg viðburðahelgi í Skálholti um næstu helgi.

Hátíðin hefst með kvöldtónleikum föstudaginn 19. júlí kl. 20:00 með kórasöng. Morgunbænir verða laugardaginn 20. júlí klukkan 9:00 í Skálholti ásamt fararblessun og ferðabæn í Þingvallakirkju með pílagrímum á leið í Skálholtsdómkirkju.

Hátíðin verður sett klukkan 12 á tröppum Skálholtsdómkirkju og verður gengið þaðan til messu að Þorlákssæti. Sýning í Skálholtsskóla opnar klukkan 13:15 á laugardeginum. Á sýningunni eru munir sem tengjast byggingu og vígslu í Skálholtsdómkirkju.

Gestum er boðið upp á útidagskrá á laugardeginum. Boðið verður upp á göngur sem hefjast kl. 13:30. Göngurnar sem boðið er upp á eru söguganga, fuglaganga, skólaganga, urtaganga og fornleifafræðsla. Gamlir barnaleikir verða endurvaktir og börnunum gefinn kostur á að prófa fornleifarannsóknir.

Við Gestastofu Skáldholts verður útimarkaður með grænmeti beint frá býli og aðrar góðar afurðir úr sveitinni ásamt sölu á kaffi og matarveitingum í Skálholtsskóla. Tónlistarflutningur verður í samvinnu við Sumartónleika Skálholtsdómkirkju.

Fyrri greinBílastæðaskortur við Hakið
Næsta greinNý brú hjá Núpstað