VISS, Vinnu- og hæfingarstöð í Þorlákshöfn, opnar sölusýningu í Galleríi undir stiganum í Bæjarbókasafni Ölfuss á morgun, fimmtudaginn 3. október.
Á VISS starfa átta manns og þar er framleitt ýmis konar handverk og nytjavörur en hráefnið er að mestu leyti endurunnið. Einnig tekur VISS að sér verkefni fyrir fyrirtæki í nærumhverfinu auk þess sem handverk er selt á vinnustaðnum, Óseyrarbraut 4, frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga.
Sýningin opnar fimmtudaginn 3. október kl. 16:30 og verður opin á opnunartíma bókasafnsins út mánuðinn. Safnið býður upp á kaffi og konfekt við opnunina og allir eru velkomnir!