Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2011" verður haldin 12. – 15. maí næstkomandi.
Að sögn Braga Bjarnasonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa Árborgar, er skipulag á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum eða hugmyndum um menningarviðburði vel þegnar.
Fjölskylduleikurinn, „Gaman – saman sem fjölskylda” verður áfram hluti af hátíðarhöldunum. Sértakt vegabréf verður gefið út með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað verður í eftir þátttöku í atburðum og heimsóknum á viðburði. Vegabréfinu er síðan skilað inn eftir hátíðina og eiga þátttakendur möguleika á veglegum vinningum.
Þeir sem eru áhugasamir um að koma fram á hátíðinni eða hafa hugmyndir að dagskráratriðum geta haft samband við Braga á netfangið vor@arborg.is eða í síma 480-1900.