Menningarhátíðin Vor í Árborg mun fara fram í maímánuði og hefur nemandi í viðburðastjórnun verið fenginn til að koma að skipulagi hátíðarinnar.
Menningarnefnd Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að hátíðin fram dagana 17. – 20. maí og verði aðaláherslan á helgina.
Nefndin samþykkti einnig að Kristín Bára Gunnarsdóttir, nemi í viðburðastjórnun, komi að skipulagi hátíðarinnar sem verði hluti af námi hennar. Kristín Bára mun því vinna með nefndinni og starfsmanni hennar.