Vortónleikar Sunnlenskra radda í kvöld

Sunnlenskar raddir á æfingu. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sunnlenskar raddir halda vortónleika í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi í kvöld, fimmtudaginn 4. maí klukkan 20:00.

Sunnlenskar raddir er blandaður kór sem syngur allt milli himins og jarðar. Á dagskrá tónleikanna í kvöld eru íslensk dægurlög í bland við gömul og ný Eurovision lög.

Miðaverð í forsölu er 3.500 krónur en 4.000 við hurð. Hægt er að panta miða með því að senda póst á sraddir@gmail.com.

Fyrri greinNorðanmenn komu til baKA
Næsta greinSelfyssingar öflugir á Íslandsmeistaramóti yngri flokka