Það var frábær mæting á bíladelludaginn sem haldinn var í annað sinn á Selfossi í gær. Áhorfendur voru um eittþúsund talsins og þátttakendurnir fjölmargir.
Dagurinn hófst á kassabílakeppni þar sem góð tilþrif sáust og eftir það var go-cart sýning. Hún fékk reyndar snöggan endi þegar einn bíllinn endaði í áhorfendastæðunum en þó varð enginn á vegi bílsins.
Jeppamenn sýndu síðan teygjuæfingar á rampi áður en skipt var yfir í drullupyttinn þar sem ýmis farartæki voru tekin til kostanna.
Myndir frá deginum eru í myndasafni hér til hægri.