Hundruðir gesta skemmtu sér vel á fyrsta Delludeginum sem haldinn var á Selfossi í dag.
Það voru bílaklúbbarnir á Suðurlandi sem stóðu að deginum sem örugglega er kominn til að vera. Tilþrifin voru mikil á flatrekssýningunni (e. drift) en ekki síður í kassabílarallinu. Jeppamenn reyndu á fjöðrunarkerfið á teygjurampinum og deginum lauk svo í drullupyttinum þar sem þátttakendur sýndu misgóð tilþrif.
Myndir frá deginum má sjá í myndasafni hér til hægri.