Keppnishaldið á Unglingalandsmótinu hefur gengið eins og í sögu og eru mótshaldarar og gestir í skýjunum með hvernig til hefur tekist.
Í myndasafni hér neðst til hægri má sjá myndir frá knattspyrnumótinu en keppendur í knattspyrnu eru langfjölmennastir þátttakenda á Unglingalandsmótinu.
Einnig má sjá þar kylfinga, sem voru frekar svekktir yfir skorinu, efnilegar körfuknattleikskonur og sundmenn framtíðarinnar en þegar sunnlenska.is leit við í Sundhöll Selfoss stóðu m.a. yfir Sundleikar fyrir tíu ára og yngri þar sem sjá mátti þátttakendur allt niður í fjögurra ára gamla.
Ljósmyndari sunnlenska.is, Guðmundur Karl, var á ferðinni í dag og ef áhugi er fyrir að kaupa myndir, endilega hafið samband við gk@sunnlenska.is.
TENGT EFNI: