Sólin lék við Unglingalandsmótsgesti í dag og keppendur og áhorfendur nutu sín vel í þeirri frábæru aðstöðu og umgjörð sem útbúin hefur verið á Selfossi.
Styrmir Dan Steinunnarson, HSK, setti nýtt Unglingalandsmótsmet í hástökki 13 ára pilta í dag, 1,65 m. Styrmir, sem setti á dögunum glæsilegt Íslandsmet í sínum flokki 1,70 m, lét síðan hækka rána í 1,71 m en felldi þrisvar, þó að hann væri hársbreidd frá því að bæta metið í annarri tilraun.
Stökkið hans Styrmis má sjá í myndasafninu hér neðst til hægri ásamt fjölda annarra frjálsíþróttamynda.
Einnig eru í safninu myndir frá hestaíþróttum og skák auk þess sem sunnlenska.is fylgdist með glæsilegri danskeppni í frábærri umgjörð í Iðu og æsispennandi glímukeppni þar sem mjög knálega var glímt á köflum.
Ef áhugi er fyrir að kaupa myndir, hafið samband við gk@sunnlenska.is.
TENGT EFNI: