ULM-myndir: Sunnudagur

Frábær tilþrif sáust á síðasta keppnisdegi Unglingalandsmótsins á Selfossi.

Sunnlenska.is leit við í motocrossbrautinni í Hrísmýri þar sem byggð hefur verið upp stórglæsileg braut. Ungir mótorhjólamenn og konur spændu þar um og Sunnlendingar stóðu sig vel.

Síðan lá leiðin á frjálsíþróttavöllinn með stuttu stoppi í sundlauginni og á fótboltavellinum, þar sem meðal annars öttu kappi lið úr Mýrdalnum og frá Vopnafirði.

Á frjálsíþróttavellinum létu Ólympíufarar framtíðarinnar að sér kveða og sýndu góð tilþrif í spennandi keppni.

Myndirnar eru neðst til hægri á þessari síðu.

Ef áhugi er fyrir að kaupa myndir, hafið samband við gk@sunnlenska.is.

TENGT EFNI:

Myndaveisla frá setningarathöfn ULM

ULM-myndir: Laugardagur 1

Attached files

Fyrri greinFimm á sjúkrahús eftir harðan árekstur
Næsta greinDregið í riðla í Lengjubikarnum