Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands féll úr keppni í undanúrslitum spurningakeppninnar Gettu betur í síðustu viku eftir vasklega og stórskemmtilega framgöngu í keppninni. Einn liðsmanna FSu er Hvergerðingurinn Svavar Daðason sem var að taka þátt í sinni síðustu Gettu betur keppni en hann brautskráist sem stúdent í vor.

Fullt nafn: Svavar Daðason.
Fæðingardagur, ár og staður: 13. júní 1999 á Landspítalanum.
Fjölskylduhagir: Einn og einmana. Bý í foreldrahúsum í Hveragerði. Foreldrar mínir eru Ninna Sif Svavarsdóttir og Daði Sævar Sólmundarson og ég á þrjú systkini; Kristínu Sif, Hallgrím og Sæmund Daða.
Menntun: Grunnskólapróf, er nemandi á opinni línu í FSu og er að útskrifast sem stúdent í maí.
Atvinna: Húsamálari.
Besta bók sem þú hefur lesið: Kommúnistaávarpið, lifi byltingin!
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Sopranos.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: The Godfather.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumar, það er engin önnur árstíð sem kemst nálægt.
Besta líkamsræktin: Að fara í sund.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Frosna pizzu eða hamborgara.
Við hvað ertu hræddur: Köngulær og geitunga.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Misjafnt, venjulega vakna ég of seint samt.
Hvað gerir þú til að slaka á: Hlusta á Í ljósi sögunnar með Veru Illuga.
Hvað finnst þér vanmetið: Góð samsæriskenning.
En ofmetið: Flóknar stærðfræðiformúlur.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Enter Sandman með Metallica.
Besta lyktin: Ilmkertið sem ég keypti í Ikea um daginn.
Bað eða sturta: Sturta, einfalt og fljótlegt.
Leiðinlegasta húsverkið: Að taka til í herberginu mínu.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekki taka lífinu of alvarlega.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Bíldudalur, besta bæjarhátíðin er líka haldin þar.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Það fer mjög lítið af hlutum í taugarnar á mér.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Það er svo neyðarlegt að ég hef það ekki í mér að segja frá því hér, en það tengist skólasundi og gleymdri sundskýlu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Fornleifafræðingur eins og Indiana Jones.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ég sjálfur, finnst það afar vanmetið hvað ég er fyndinn.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Elon Musk, því að hann á SpaceX og hann gæti gefið mér Teslu.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram eða Snapchat, get ekki gert upp á milli.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég setja þau lög að ég yrði alvaldur að eilífu… og láta gera eitthvað í loftslagsmálum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég kann Take On Me með A-ha utan að.
Mesta afrek í lífinu: Hingað til er það að komast í undanúrslit Gettu betur og svara þríhöfðanum í beinni útsendingu.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Til krítartímabilsins. Mig langar að sjá hvort grameðlur hafi í alvöru verið fiðraðar.
Lífsmottó: Fleira þarf að gera en gott þykir!
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Horfa á úrslit Gettu betur og njóta lífsins.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinMaðurinn fannst heill á húfi
Næsta greinBenny Crespo’s Gang og Jónas Sig með tvenn verðlaun