Selfyssingurinn Daníel Freyr Jónsson tók við sem umsjónarmaður Surtseyjar um síðustu áramót. Í síðustu viku fylgdi hann sínum fyrsta árlega vísindaleiðangri út í Surtsey og var dvalið þar í níu daga. Þetta var fyrsta og líklega eina ferðin í eyjuna á árinu en þangað fer enginn án þess að starfsmaður Umhverfisstofnunar sé með í för. Sérstaða Surtseyjar er einangrunin og landnám lífs sem hefur verið fylgst með frá því eyjan myndaðist í eldgosi árið 1963.

Fullt nafn: Daníel Freyr Jónsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 3. október 1991 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Bý með Berglindi Hrönn Einarsdóttur.
Menntun: BS og MS í jarðfræði frá Háskóla Íslands.
Atvinna: Sérfræðingur í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun.
Besta bók sem þú hefur lesið: Les því miður skammarlega fáar bækur.
Uppáhalds sjóvarpsþáttur: Var dolfallinn yfir Chernobyl.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: 2001: A Space Odyssey.
Te eða kaffi: Te er bara heitt vatn með lykt.
Uppáhalds árstími: Haust.
Besta líkamsræktin: Fjallgöngur.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Allir elska hamborgarana mína.
Við hvað ertu hræddur: Að missa eitthvað verðmætt í sjóinn. Hyldýpið er eitthvað svo óhugnalegt.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Ekki seinna en 8.
Hvað gerir þú til að slaka á: Hlusta á góða tónlist.
Hvað finnst þér vanmetið: Mér finnst Hergeir Grímsson fá of lítið kredit. Besti hornamaður Olís deildarinnar með nokkrum yfirburðum.
En ofmetið: Te.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Einhver snilld með Arcade Fire.
Besta lyktin: Lyktin af soðnu hangikjöti.
Bað eða sturta: Bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Engin samkeppni hér – ryksuga.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Eldaðu beikonið í ofni, ekki á pönnu.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þórsmörk.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Umferðin.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Það eru ákveðin áramót í Hvíta húsinu sem fjölskyldan minnir mig reglulega á.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Er ég orðinn stór?
Fyndnasta manneskja þú veist um: Trausti Eiríksson, fyrrum leikmaður Árborgar, Dalvíkur/Reynis og Álftaness (frábær ferill).
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag: Þá myndi ég vilja vera Donald Trump – bara til að segja af mér og forða heiminum frá hamförum.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég banna hvítlaukspasta.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er fíkill í fyndin GIF/myndbönd.
Mesta afrek í lífinu: Að klára námið.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: 200 ár fram í tímann og athuga hvort okkur hefði tekist að afstýra hamfarahlýnun.
Lífsmottó: Þú einn berð ábyrgð á þínu lífi.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Slaka á heima hjá mér.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinÆgismenn í góðum málum – Spenna framundan hjá KFR og Árborg
Næsta greinGengið um Laugahraun að Brennisteinsöldu