Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í ólympískum lyftingum í flokki 17 ára og yngri á dögunum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað Bergrós er aðeins þrettán ára gömul og var lang yngsti keppandi mótsins. Hún setti um leið fjögur Íslandsmeti í U17 og U15 ára flokkum. Eftir því sem næst verður komist er Bergrós yngsti Íslandsmeistari sögunnar í ólympískum lyftingum og því viðeigandi að hún sé yngsti Sunnlendingur vikunnar hingað til.

Fullt nafn: Bergrós Björnsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég er fædd 6. febrúar árið 2007 á Landspítalanum.
Fjölskylduhagir: Bý með foreldrum mínum sem heita Björn Breiðfjörð og Berglind Hafsteinsdóttir og bróður mínum Bjarka Breiðfjörð en svo á ég annan bróður sem býr í RVK og heitir Bergþór Breiðfjörð.
Menntun: Hún er í vinnslu.
Atvinna: Engin.
Besta bók sem þú hefur lesið: Vetrarfrí.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Draumarnir með Sveppa og þeim.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Mjög erfitt að velja en Fittest on Earth stendur upp úr.
Te eða kaffi: Hvorugt.
Uppáhalds árstími: Vetur.
Besta líkamsræktin: Klárlega Crossfit og ólympískar lyftingar en mér finnst líka mjög gaman að æfa motocross.
Hvaða rétt ertu best að elda: Hafragraut og spæld egg.
Við hvað ertu hrædd: Skordýr.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Á sumrin er það mjög misjafnt en þegar það er skóli vakna ég um 07:30.
Hvað gerir þú til að slaka á: Mér finnst best að skella mér í sund.
Hvað finnst þér vanmetið: Motocross sem íþrótt.
En ofmetið: Brynjuís á Akureyri.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: 9 to 5.
Besta lyktin: Bílakjallaralykt finnst mér geggjuð.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Þrífa ískápinn.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Hlusta á líkamann.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég hef komið á marga fallega staði en ég verð að segja Þórsmörk.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Lúsmý og ókurteisi.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Mér dettur ekkert í hug.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Í leikskólabókinni minni stendur að mig hafi langað að verða atvinnukörfuboltakona og kokkur, sem ég skil ekki alveg því að ég hef aldrei æft körfubolta.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Maggi mix.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi vilja vera Sara Sigmundsdóttir af því hún er mín helsta fyrirmynd og mér þætti gaman að vita hvernig lífið er sem atvinnumaður í Crossfit.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég vilja útrýma fátækt og öllum sjúkdómum í heiminum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég hef lokið við 3. stigið á þverflautu.
Mesta afrek í lífinu: Hingað til er það þegar ég varð valin nýliði ársins 2019 í motocross og svo þegar ég sló fjögur íslandsmet í ólympískum lyftingum núna í sumar.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi vilja fara svona 200 ár fram í tímann til að sjá hvernig jörðin og samfélagið verður þá.
Lífsmottó: Don’t worry, be happy.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Ég stefni á að rústa fjölskyldunni í mínígolfi.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinTvö HSK met í Laugavegshlaupinu
Næsta greinSápuverksmiðja í Hveragerði