Erla Sigríður Sigurðardóttir var fyrir skömmu endurkjörin formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Sveitin er ein öflugasta björgunarsveit landsins en þar eru um 60 virkir félagsmenn. Á síðasta ári fór FBSH í 48 útköll, þar af tíu á hæsta forgangi. Erla Sigríður þjálfar einnig fimleika hjá Ungmennafélaginu Heklu á Hellu og þar hefur verið mikill uppgangur í starfinu á undanförnum misserum.
Fullt nafn: Erla Sigríður Sigurðardóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Fædd þann 16. maí 1993 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Bý á Hellu með Kára Rafni Þorbergssyni. Við eigum dæturnar Önnu Guðbjörgu 4 ára og Eyrúnu Höllu 2 ára. Svo er 5 mánaða íslenskur fjárhundur á heimilinu sem heitir Prins Jaki.
Menntun: EMT-B og EMT-A frá Sjúkraflutningaskólanum, stúdentspróf frá Borgarholtsskóla og svo hef ég lokið nokkrum stigum í fimleikaþjálfun.
Atvinna: Vinn hjá Heilbrigðisstofun Suðurlands við sjúkraflutninga og þjálfa fimleika hjá Umf. Heklu.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Greys Anatomy er alltaf klassík og Klovn.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Mamma Mia.
Te eða kaffi: Kaffi, klárlega.
Uppáhalds árstími: Sumarið og veturinn líka.
Besta líkamsræktin: Að fara á fjöll á vélsleða, svo er rosa gott að fara út að hlaupa á sumrin.
Hvaða rétt ertu best að elda: Steikur og kjúklingarétti.
Við hvað ertu hrædd: Drauga.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Yfirleitt klukkan 6:45.
Hvað gerir þú til að slaka á: Prjóna.
Hvað finnst þér vanmetið: Kakó Ró (Yoga Nidra).
En ofmetið: Hmmm…
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Mamma Mia.
Besta lyktin: Af jólamatnum hans pabba.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að skúra.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Allt sem þig langar að gera, getur þú gert.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Mosfellssveitin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fólk sem dæmir aðra fyrirfram.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þau eru nú mörg… Eitt stendur samt uppúr. Þegar ég var um 17 ára fór ég á stefnumót með strák. Eftir nokkra stund á þessu stefnumóti var stemmingin orðin vandræðaleg og ég ætlaði að senda vinkonu minni SMS um að hringja í mig og koma með afsökun til þess að losa mig úr þessum aðstæðum. Ég skrifaði SMSið og sendi það svo óvart á strákinn sem ég var með á stefnumótinu… Þetta var allt ferlega vandræðalegt…
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Heilaskurðlæknir, það breyttist aðeins.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Sunneva Líf, hinn helmingurinn minn sem gerir alla „gáfuðu“ hlutina með mér.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Hún er öflug baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég reyna hjálpa eins mörgum börnum og ég gæti sem búa við slæmar aðstæður til hins betra.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er svaðalega skapstór.
Mesta afrek í lífinu: Meðal annars að ná að verða Íslandsmeistari í kvartmílu á mótorhjóli.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég væri til að fara aftur í tímann á 50’s tímabilið.
Lífsmottó: Take risks, love, live, enjoy, laugh, smile, you only got one life to live.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Þá ætla ég að fara með fimleikakrakkana mína á æfingu til Reykjavíkur og vera með fjölskyldunni.
Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is