Glódís Rún Sigurðardóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, var útnefnd íþróttakona Árborgar 2023 á uppskeruhátíð fræðslu- og frístundanefndar Árborgar á dögunum. Glódís Rún sigraði þar í spennandi kosningu en á síðasta ári varð hún heimsmeistari ungmenna í fimmgangi á Sölku frá Efri-Brú og saman náðu þær einnig Íslands- og Reykjavíkurmeistaratitli í sömu grein. Glódís Rún er Sunnlendingur vikunnar.
Fullt nafn: Glódís Rún Sigurðardóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 12 febrúar 2002 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Fjölskylduhagir: Í sambandi.
Hverra manna ertu: Dóttir Sigurðar Sigurðssonar, sem er ættaður frá Efsta Dal og Önnu Bjargar Níelsdóttur, sem er ættuð úr Skagafirði en ég hef alla tíð búið á Sunnuhvoli í Ölfusi.
Menntun: Stúdentspróf frá FSu.
Atvinna: Tamningamaður.
Besta bók sem þú hefur lesið: Stóðhestabókin.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Lord of the Rings þríleikinn og Hobbitann.
Te eða kaffi: Hvorugt, ætla að segja Collab.
Uppáhalds árstími: Íslenskt sumar.
Besta líkamsræktin: Að fara á hestbak.
Hvaða rétt ertu best að elda: Pizzu.
Við hvað ertu hrædd: Ég er svakalega lofthrædd.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Klukkan 7.
Hvað gerir þú til að slaka á: Fer í heita pottinn.
Hvað finnst þér vanmetið: Hestamennska af íþróttafréttamönnum.
En ofmetið: Boltaíþróttir.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Eitthvað með Post Malone eða Kanye West.
Besta lyktin: Lyktin af snoppunni á hesti.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Taka til.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að vera ég sjálf.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani en á sumrin er gaman að ríða út á kvöldin.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þar sem ég er alltaf á hestamótum þá hef ég ekki náð að ferðast mikið en fallegasti keppnisstaðurinn sem ég hef komið á eru Hólar í Hjaltadal.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Smjatt.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég keyrði yfir umferðareyju með steyptu skilti á í Hafnarfirði, beint á móti lögreglustöðinni.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Hestakona.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Kevin Hart.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi vilja prófa að vera einn af keppnishestunum mínum til þess að geta skilið þá betur og hvað þeir eru að hugsa.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Frið á jörðu.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég hata að tapa.
Mesta afrek í lífinu: Að verða heimsmeistari, náð í þrjá Landsmótstitla og 36 Íslandsmeistaratitla.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Mér finnst bara best að reyna að halda mér í núinu.
Lífsmottó: Work hard – Dream big.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Eins og oftast þá verð ég að brasa eitthvað í hesthúsinu.
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is