Næstkomandi laugardag heldur Félag kvenna í atvinnulífinu ráðstefnuna Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni – Ný heimssýn á nýjum tímum, þar sem fjallað verður um ríkidæmi landsbyggðarinnar. Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands stýrir ráðstefnunni, sem haldin verður á Zoom.
Fullt nafn: Laufey Guðmundsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 26. mars 1977, Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Ég og Valli, 5 mánaða hvolpur.
Menntun: Mjög fjölbreytt, MPM í verkefnastjórnun, markþjálfi, viðskiptafræðingur og tækniteiknari sem dæmi.
Atvinna: Verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands, held utan um Áfangastaðaáætlun Suðurlands.
Besta bók sem þú hefur lesið: Lífsreglurnar fjórar.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Bíð spennt eftir nýrri seríu af Lucifer.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Íslenska klassíkin: Stella í orlofi, Með allt á hreinu, Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og Sódómu sem dæmi, svo horfi ég alltaf á The Holiday í desember.
Te eða kaffi: Bæði betra.
Uppáhalds árstími: Vorið því þá lifnar allt við og ég finn kraftinn magnast innra með mér.
Besta líkamsræktin: Ganga og að ganga á fjöll.
Hvaða rétt ertu best að elda: Það er svo margt, erfitt að velja.
Við hvað ertu hrædd: Er rosalega lofthrædd.
Klukkan hvað ferðu á fætur: 6:50.
Hvað gerir þú til að slaka á: Elska að láta mig fljóta.
Hvað finnst þér vanmetið: Öll sú þekking sem við höfum innra með okkur og innsæið.
En ofmetið: Álit annarra.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Það fer allt eftir tilefninu, stundum er bara gott að heyra eitthvað gamalt og gott.
Besta lyktin: Af vorinu.
Bað eða sturta: Bæði betra.
Leiðinlegasta húsverkið: Að ryksuga, þess vegna fær maður sér ryksuguróbót!
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekki draga ályktanir heldur spyrja spurninga.
Nátthrafn eða morgunhani: Eiginlega hvorugt… bara gott að sofa.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Hver og einn staður býr yfir sinni fegurð en það hreyfðist eitthvað innra með mér þegar ég fór fyrst á Borgarfjörð eystra.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Dómharka.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Hmm… ekkert sem poppar upp í huga mér, er alltaf að æfa mig í hugrekkinu og þar eru engin neyðarleg atvik.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Var lítið að pæla í því.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Nú, frú Auður I. Ottesen að sjálfsögðu.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi vilja prófa að vera Brené Brown, finnst svo dásamlegt hvað hún er hugrökk og berskjölduð, mæli með bókunum hennar og hlaðvörpum.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook, Linkedin og Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi útrýma fátækt og eymd, og skilyrði væri að það myndi gilda fram yfir þennan eina dag sem ég væri alvaldur.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég elska að syngja möntrur.
Mesta afrek í lífinu: Ég held ég sé ekki búin að upplifa það.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Mér finnst alltaf magnað að heyra hvernig tímarnir hafa breyst. Í dag væri gott að taka smá tíma frá öllu áreitinu sem er í dag og ferðast á þann tíma þar sem það var bara landlínusími, ekkert sjónvarp á fimmtudögum eða í júlí þannig að það var ekkert annað en að spila, lesa og njóta félagsskaps annarra.
Lífsmottó: Ég reyni að koma fram við aðra líkt og ég vil að komið sé fram við mig, s.s. Gullna reglan sem er í flestum trúarbrögðum.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Ég ætla að stýra ráðstefnunni Ný heimsýn á nýjum tímum – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni sem við í landsbyggðardeildum FKA erum búnar að skipuleggja.
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is