Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 m laug var haldið í Laugardalslauginni. Snæfríður Sól byrjaði að æfa sund hjá Hamri í Hveragerði og æfði þar í sex ár áður en hún flutti til Danmerkur en hún býr nú í Árósum og æfir þar sund af miklu kappi með AGF Svømning.

Fullt nafn: Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 31. október 2000 á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Í sambandi.
Menntun: Er menntaskólanemi. Ég er í skóla sem heitir Marselisborg Gymnasium í Aarhus.
Atvinna: Atvinnusundkona.
Besta bók sem þú hefur lesið: Harry Potter.
Uppáhalds sjóvarpsþáttur: Friends.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Me before you.
Te eða kaffi: Te.
Uppáhalds árstími: Sumar.
Besta líkamsræktin: Sund.
Hvaða rétt ertu best að elda: Hafragraut – og ég er ágæt í að sjóða pasta.
Við hvað ertu hræddur: Kóngulær.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Allt of snemma, vegna morgunsundæfinga.
Hvað gerir þú til að slaka á: Sest í sófann eða leggst upp í rúm og horfi á Friends.
Hvað finnst þér vanmetið: Pítusósa og heitir pottar, svoleiðis finnst ekki hér í Danmörku.
En ofmetið: Lakkrís.
Besta lyktin: Klórlykt.
Bað eða sturta: Bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Að ryksuga.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: „En glad svømmer er en god svømmer“.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Reynisfjara og Fuerteventura á Kanaríeyjum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Fótboltaspilari.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Snapchat.
Mesta afrek í lífinu: Sundið.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi vilja skoða framtíðina.
Lífsmottó: Brostu!
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Slappa af.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri grein66,8 milljónir til tækjakaupa á HSU
Næsta greinGul viðvörun fram á sunnudagsmorgun