Nýstúdentinn Skírnir Eiríksson frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum var dux scholae í Menntaskólanum að Laugarvatni þetta árið. Á brautskráningunni hlaut Skírnir ýmsar viðurkenningar fyrir nám sitt við skólann og að auki raunvísindaverðlaun Háskólans í Reykjavík og viðurkenningu úr Styrktarsjóði Kristins Kristmundssonar og Rannveigar Pálsdóttur. Skírnir er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Skírnir Eiríksson.
Fæðingardagur, ár og staður: 4. nóvember 2004 á HSU á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Pabbi minn er Eiríkur Jónsson og systkini mín eru Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Jón Hjalti Eiríksson og Ögmundur Eiríksson.
Menntun: Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni.
Atvinna: Búskapurinn heima.
Besta bók sem þú hefur lesið: Brestir eftir Fredrik Backman.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Father Brown.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Darkest Hour.
Te eða kaffi: Kakó, hitt er óþverri.
Uppáhalds árstími: Sumarið, helst vegna þess hvað það er lítið myrkur.
Besta líkamsræktin: Göngutúr er það skásta.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Ég er ekki mikið að elda en ég geri gott eggjabrauð að mínu mati. Ég er reyndar sá eini sem hefur smakkað það.
Við hvað ertu hræddur: Ég er smá lofthræddur en óendanleikinn hræðir mig mest.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Það er svolítið handahófskennt en oftast á morgnana.
Hvað gerir þú til að slaka á: Sit og spila tölvuleiki. Mér finnst þó líka frekar slakandi að vinna á traktor.
Hvað finnst þér vanmetið: Íslenskur landbúnaður.
En ofmetið: Hávær tónlist og fótbolti.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Mr. Blue Sky.
Besta lyktin: Nýslegið gras. Það er ekkert sem toppar það.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að vaska upp, þar sem það er til vél sem gerir það fyrir mann.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Farðu í lesblindugreiningu.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég er meira í áttina að því að vera morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Líklega Sviss. Það er mjög fallegt í Ölpunum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Þegar fólk veit ekkert hvað það er að tala um og þykist hafa rétt fyrir sér en er bara að bulla.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég reyni helst að gleyma þannig hlutum en oftast er það eitthvað sem einhver misskilur á versta veg.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Bóndi en það er ekki alveg þannig lengur, þó að hluti af mér vilji það.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Vinur minn Björn Viktor Gústavsson.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Einhver af þessum af þessum milljónamæringum. Mér er nokkuð sama hver þeirra, en ég væri til í að forvitnast og hneykslast á því hvernig líf þeirra er.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook, til að lesa kommentakerfin. Það er gott hobbý en getur líka verið mjög vont hobbý.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Í fyrsta lagi mundi ég reyna með öllu mínu valdi að halda mínu valdi til lengri tíma og þá skulum við sjá hvað ég geri. Ég myndi örugglega vera góður í byrjun en svo myndi valdið stíga mér til höfuðs á endanum, þannig að ég held að þetta verði ekki góður veruleiki.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég veit ekkert hvað fólk veit um mig og ef fáir vita það þá vil ég bara halda því þannig.
Mesta afrek í lífinu: Annað hvort er það að vera lifandi eða stúdentsprófið.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég færi til ársins 1600 til að gefa fólki sterkan chili pipar og þykjast vera galdramaður og að appelsín muni laga öll þeirra vandamál. Ég gæti leikið mér með margt annað á þessum tíma.
Lífsmottó: Þetta reddast og oftast fer allt í fock.
Hvað ertu að gera um helgina: Vinna.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSlysavarnir styrktar í Skaftafelli og Öræfum
Næsta greinSkjálfti upp á 3,8 í Mýrdalsjökli