Emilía Hugrún Lárusdóttir frá Þorlákshöfn sigraði í Söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fram fór í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi á dögunum. Hún verður því fulltrúi Fjölbrautaskóla Suðurlands í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 3. apríl. Þetta er í 32. skipti sem keppnin fer fram og munu keppendur frá 23 skólum stíga á svið. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV.
Fullt nafn: Emilía Hugrún Lárusdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 2. janúar 2004 á spítalanum á Selfossi.
Menntun: Búin í grunnskólanum og klára örugglega stúdentinn eftir ár.
Atvinna: Skálinn í Þolló.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég elska allar sjálfshjálparbækur. Þær eru oft áhugaverðar.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hef verið að fylgjast mikið með Keeping up with the Kardashians þessa dagana.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Mér finnst leiðinlegt að horfa á myndir aftur. En á tímabili horfði ég of oft á myndina After.
Te eða kaffi: Hvorugt en vel kaffið frekar.
Uppáhalds árstími: Sumar!
Besta líkamsræktin: Elska að vera úti á sumrin í fótbolta eða körfu. En bara ef þeir eru lélegir sem eru að spila á móti mér.
Hvaða rétt ertu best að elda: Ég er góð í að gera grjónagraut sem maður kaupir út í búð betri með vanilludropum og rjóma.
Við hvað ertu hrædd: Mér finnst flestar flugur ógeðslegar.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Á síðustu stundu. Er alltof oft sein.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Eitthvað með Lady Gögu eða Páli Óskari!
Besta lyktin: Það er mjög góð lykt af kærastanum mínum og mömmu.
Bað eða sturta: Bæði fínt en ég elska heita potta.
Leiðinlegasta húsverkið: Öll. Nema að setja á rúmin er allt í lagi.
Nátthrafn eða morgunhani: Það fer eftir dögum.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Húsavík.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fáfræði.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Það er alltaf leiðinlegt að gleyma að læsa þegar maður fer á klósettið og einhver labbar inn á mann.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég ætlaði að verða tannlæknir en mér finnst það rosalega óspennandi í dag. En respect á tannlækna.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Mér finnst oft gaman af vinkonum mínum og pabba.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Góð spurning. Ég myndi vilja vera Whitney, Beyoncé eða Lauryn Hill og syngja í allan dag og læra tæknina þeirra.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Ég nota þá alla of mikið.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Setja Putin á aðra plánetu.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég spila á saxafón.
Mesta afrek í lífinu: Þegar ég vann Fortnite leik alveg sjálf.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara aftur í tímann og hanga með ömmu og afa á Selfossi.
Lífsmottó: Mér finnst oft gott að segja að ég sé ung og þá megi stundum gera heimskulega hluti. En ekki of heimskulega.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Læra og keppa í Söngkeppni framhaldsskólanna!
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is