Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon, leikmaður þýska liðsins Magdeburg og íslenska landsliðsins, var á dögunum útnefndur íþróttamaður ársins 2021 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ómar Ingi er nú staddur í búbblu með landsliðinu sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið sem hefst í Ungverjalandi í næstu viku. Hann er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Ómar Ingi Magnússon.
Fæðingardagur: 12. mars 1997.
Fjölskylduhagir: Kvæntur, Hörpu Sólveigu Brynjarsdóttur og saman eigum við eins árs tvíbura, Ásthildi og Jakob.
Menntun: Stúdent úr framhaldsskóla.
Atvinna: Spila handbolta.
Besta bók sem þú hefur lesið: Eleven Rings eftir Phil Jackson.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Líklega er það Game of Thrones.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Kung Fu Panda.
Te eða kaffi: Kaffi
Uppáhalds árstími: Sumar.
Besta líkamsræktin: Lyftingar.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Kjúlli og hrísgrjón er oft í matinn, ég hef ágæta stjórn á því.
Við hvað ertu hræddur: Margt, helst þá snáka, hættulegar aðstæður og að missa ástvin.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Sirka 6 eða 6:30.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ligg upp í rúmi eða sófa og horfi á eitthvað, helst íþróttir.
Hvað finnst þér vanmetið: Að vera einn.
En ofmetið: Skíði.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Eitthvað gott með Abba.
Besta lyktin: Lyktin út á golfvelli
Bað eða sturta: Sturta, ég er mikill sturtukall.
Leiðinlegasta húsverkið: Að setja utan um rúmið.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að maður eigi að taka fulla ábyrgð á öllu því sem maður upplifir.
Nátthrafn eða morgunhani: Bæði. Vakna yfirleitt mjög snemma með börnum mínum en finnst gaman að vaka aðeins.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Líklega Ísland.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Vorkunn og afsakanir.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég hjólaði einu sinni á kyrrstæðan bíl, það var óþarfi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Handboltamaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Jim Carrey.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég væri til í að vera Bono og taka góða tónleika með U2.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég finna lækningu við ólæknandi sjúkdómum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er með mjög mjóar lappir.
Mesta afrek í lífinu: Börnin mín.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég væri alltaf að fara að skoða risaeðlurnar.
Lífsmottó: Að gera það sem ég geri almennilega.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Spila handbolta, borða, drekka kaffi og slaka á inni á hótelherbergi.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinÞorlákshafnarbúar skora á HSU með hátt í 600 undirskriftum
Næsta greinFrestað hjá Selfyssingum vegna gruns um smit