Lagið Með hækkandi sól, með systrunum Siggu, Elínu og Betu, sigraði með yfirburðum í Söngvakeppni sjónvarpsins um síðustu helgi og verður framlag Íslands í Eurovision í Torino á Ítalíu í maí. Lagið og textinn er eftir tónlistarkonuna Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, Lay Low, sem búsett hefur verið í Ölfusinu í tæplega tíu ár.
Fullt nafn: Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 10. september 1982.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með tvö börn.
Menntun: Þjóðfræðinemi.
Atvinna: Tónlistarkona.
Besta bók sem þú hefur lesið: Sapiens. eftir Yuval Noah Harari.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Schitt’s Creek.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Mary Poppins.
Te eða kaffi: Kaffi, kaffi, kaffi.
Uppáhalds árstími: Haust.
Besta líkamsræktin: Göngutúr.
Hvaða rétt ertu best að elda: Couscous salat.
Við hvað ertu hrædd: Afturför í mannréttamálum.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Oftast klukkan 7.
Hvað gerir þú til að slaka á: Les.
Hvað finnst þér vanmetið: Dauðar stundir.
En ofmetið: Sólarlandaferðir.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Ain’t got Nobody með Sísí Ey.
Besta lyktin: Kryddbrauð í ofni.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að fara út með ruslið.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að taka sjálfa mig ekki of alvarlega.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ísland.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fordómar.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég læsti mig einu sinni uppá þaki eftir að hafa farið út um glugga sem læsist svo óvart á eftir mér. Við vorum í framkvæmdum og þess vegna var ég að vesenast þetta, en ég var ekki með síma eða stiga og komst því ekki niður sjálf. Þurfti að standa þar í dágóðann tíma og reyna að veifa bílum sem keyrðu framhjá húsinu. Loks stoppaði einn sem kom og bjargaði mér.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég veit það ekki ennþá.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Agnes Erna.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Stjarna, kisa mín, væri til í að upplifa hennar sjónarhorn.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég hef ekki mikin áhuga á því.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég veit það bara ekki, væri áhugavert að vita.
Mesta afrek í lífinu: Að fæða tvö börn.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara aftur til sjöunda áratugsins og taka upp plötur, elska þann hljóðheim.
Lífsmottó: Þetta reddast.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Vinna í undirbúningi fyrir komandi Eurovisjón ævintýri.
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is