Valborg Ólafsdóttir í Holti undir Eyjafjöllum var á dögunum útnefnd Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2021. Valborg hefur í áraraðir verið duglega að semja og spila sína eigin tónlist og komið fram víða, bæði hér heima í héraði sem og erlendis. Önnur plata Valborgar, Silhouette, kom út núna í sumar en fyrri platan, Valborg Ólafs, kom út árið 2019 og vakti mikla og góða athygli.

Fullt nafn: Valborg Ólafsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég er fædd 19. febrúar 1989 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Ég er gift með tvö börn.
Menntun: Útskrifuð úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.
Atvinna: Rek gistiheimili og er kennari í tónlistarskólanum á Hvolsvelli.
Besta bók sem þú hefur lesið: Sjálfstætt fólk.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Vikings.
Te eða kaffi: Kaffi og te.
Uppáhalds árstími: Haust.
Besta líkamsræktin: Að dansa sig máttlausan er svo ótrúlega gaman.
Hvaða rétt ertu best að elda: Grjónagraut og heimagerða lifrapilsu, einnig fiskrétti.
Við hvað ertu hrædd: Að eitthvað myndi koma fyrir börnin mín.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Kl. 07:00.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég fer í bað eða sund til að slaka á.
Hvað finnst þér vanmetið: Sauðfjárrækt.
En ofmetið: Kosningaloforð.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Jammin með Steve Wonder.
Besta lyktin: Lyktin af ný slegnu túni.
Bað eða sturta: Bæði betra, fer eftir fíling.
Leiðinlegasta húsverkið: Mér finnst þvotturinn taka aðeins of mikinn tíma frá mér.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Lífið er til þess að hafa gaman af því.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani alla leið.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Eyjafjöllin, ekki spurning.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fals og lygar.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þau eru nú frekar mörg en það leið yfir mig í kynfræðslutíma – bæði í grunnskóla og í menntaskóla.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú værir stór: Ég ætlaði mér að vinna í ísbúð og verða söngkona.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Will Ferrel.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég væri Lukashenko í Hvíta-Rússlandi og myndi segja af mér embætti til að afhenda réttkjörnum fulltrúa völdin.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Fésbókina og Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi afnema allan stríðsrekstur í heiminum og útrýma öllum kjarnorkubúnaði.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Það er leyndó.
Mesta afrek í lífinu: Að eignast börn.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara til ársins 1969 að spila á Woodstock tónlistarhátíðinni í New York fylki.
Lífsmottó: Miðla góðu í allar þær mannverur og náttúru sem eru í kringum mig.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Fara í afmæli til vinkonu minnar. Innilega til hamingju með afmælið elsku Hrefna 🙂


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinDagurinn í dag
Næsta greinKosningaskrifstofa Miðflokksins opnuð