Hestakonan Sara Sigurbjörnsdóttir í Oddhól á Rangárvöllum var á dögunum útnefnd íþróttamaður Rangárþings ytra 2022. Sara, sem keppir fyrir Hestamannafélagið Geysi, hefur verið gríðarlega sigursæl í fimmgangi á Flóka frá Oddhóli og í síðustu viku var tilkynnt að þau munu keppa fyrir Íslands hönd á HM íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. Þess má geta að Hestamannafélagið Geysir á sex af fimmtán knöpum Íslands á mótinu.
Fullt nafn: Sara Sigurbjörnsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Fædd 26. október 1991 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Hundamamma.
Menntun: Ég er svona háskóla drop out.
Atvinna: Tamningamaður.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég get ekki sagt að ég sé lestrarhestur og hef eingöngu náð því afreki að lesa eina bók, Ég man þig.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég er alæta á sjónvarpsþætti.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Harry Potter og Lord of the Rings.
Te eða kaffi: Hvorugt, alltof heitt. En ef ég þyrfti að velja þá væri það te.
Uppáhalds árstími: Allar árstíðirnar hafa sinn sjarma.
Besta líkamsræktin: Að moka skít.
Hvaða rétt ertu best að elda: Ég er reyndar lúmsk í eldhúsinu. Ætli ég sé ekki þrælgóð í að gera bernaise sósu.
Við hvað ertu hrædd: Mér er meinilla við fugla.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Ég er komin á fætur svona rétt fyrir 7.
Hvað gerir þú til að slaka á: Yoga er voðalega þægilegt.
Hvað finnst þér vanmetið: Góðmennska.
En ofmetið: Peningar.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Vá, það er til svo mikið af frábærum lögum en Fjólublátt ljós við barinn gleður mig alltaf.
Besta lyktin: Af nýslegnu grasi.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að skúra.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að læra að hlusta.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég bara get ekki valið, það eru til svo ótrúlega margir fallegir staðir á Íslandi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Óþrifnaður og skipulagsleysi.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þegar ég var grýtt með pizzu á Sauðárkróki fyrir það að vera rauðhærð!
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég ætlaði að verða dýralæknir.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Sigurbjörn yngri bróðir minn, algjör meistari.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég er bara þrælánægð með að vera ég sjálf.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Snapchat og Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Putin fengi að flakka.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er bráð lunkinn kokkur.
Mesta afrek í lífinu: Það er ekki komið, ég á svo margt eftir ólært!
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég kýs að lifa í núinu í stað þess að dreyma um framtíð eða dvelja í fortíð.
Lífsmottó: Vertu þú sjálfur.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Helgin er galopin.
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is