Sigurmundur Páll Jónsson var fyrr í sumar ráðinn markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Simmi, eins og hann er alltaf kallaður, er fæddur og uppalinn á Selfossi en búsettur á Hvolsvelli og þekkir þar vel bæði svæðið og nærsamfélagið. Hann er Sunnlendingur vikunnar að þessu sinni.

Fullt nafn: Sigurmundur Páll Jónsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 10. maí 1975 á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Maríönnu Másdóttur söngkonu og á tvö börn, Sölva Sigurmundsson og Freydísi Ernu Sigurmundsdóttir.
Hverra manna ertu: Faðir er Jón Ingi Sigurmundsson kórstjóri, myndlistamaður og kennari. Móðir er Edda Björg Jónsdóttir kennari.
Menntun: Kerfisfræði frá NTV og Teknisk Designer frá KTS í Kaupmannahöfn.
Atvinna: Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra.
Besta bók sem þú hefur lesið: Handbókin fyrir Triumph mótorhjólið.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og The Mandalorian, get ekki valið á milli.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Guardians of the Galaxy. Get reyndar sagt það sama um Pirates of the Caribbean myndirnar líka.
Te eða kaffi: Kaffi… svart.
Uppáhalds árstími: Held ég verði að segja sumarið. Langar að leggjast í hýði á veturna. Væri samt til í að vakna úr hýðinu þegar allt fer á kaf í snjó – þá er gaman.
Besta líkamsræktin: Klárlega íþróttamiðstöðin á Hvolsvelli í heild sinni. Þar er bæði hægt að fara í sund, ræktina og hina og þessa tíma í íþróttahúsinu.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Fjölskyldan á heimilinu segir pizzurnar og flest af grillinu. Svo geri ég líka fínasta heimagert pasta sem er mjög vinsælt.
Við hvað ertu hræddur: Klárlega kóngulær.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Yfirleitt 07:15. Líka óumbeðið um helgar en reyni samt að sofa lengur ef ég get.
Hvað gerir þú til að slaka á: Dunda mér í bílskúrnum og taka rúnt á mótorhjólinu, helst eitthvað út fyrir byggð.
Hvað finnst þér vanmetið: Ostur á jólaköku.
En ofmetið: ABBA.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Cha cha cha með Käärijä.
Besta lyktin: Lykt af humlum.
Bað eða sturta: Held ég verð að segja bað en á ekki slíkt svo ég læt heitapottinn í sundlauginni duga.
Leiðinlegasta húsverkið: Brjóta saman sokka og nærbuxur.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: „Hvað er það versta sem getur gerst?“
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Emstrur og Gardavatnið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Óstundvísi og hroki.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég hef líklega blokkað það úr minninu en ég man að ég gekk einhverntíman á glerhurð. Það tók fljótt af og ég man ekki hvar og hvenær.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég ætlaði að verða svo margt, líklega lengst tónlistarmaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ég er svo heppinn að eiga fyndið fólk í kringum mig. Get endalaust hlegið að og með börnunum mínum og maka.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég er sáttur í eigin skinni en það væri gaman að fá að vera Jack Sparrow.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook og TikTok.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég mundi draga leiðtoga heimsins á fund á eyrnasneplunum, lesa yfir þeim og hleypa engum út af fundinum fyrr en þeir væru búnnir að semja um frið og ró í heiminum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Að ég hef átt yfir 30 bíla.
Mesta afrek í lífinu: Börnin mín, ekki spurning.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Líklega fara til baka til 1975 og kaupa hlutabréf í Microsoft.
Lífsmottó: Á ekkert staðlað mottó en lifi lífinu þannig að börnin og fjölskyldan kemur alltaf fyrst. Það sagði enginn á dánarbeðinu „ég vildi að ég hefði átt meiri peninga“.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Brúðkaup hjá vinafólki og svo njóta með fjölskyldunni. Þegar við erum öll saman erum við átta, svo það er alltaf fjör.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinJafntefli í botnslagnum
Næsta greinSkálm flæðir yfir þjóðveginn – Hlaupið kom með hvelli