Selfyssingurinn Íris Arna Elvarsdóttir sigraði í söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fram fór í síðustu viku. Íris Arna söng Sam Smith lagið No Peace. Hún verður því fulltrúi FSu í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer næsta vor.

Fullt nafn: Íris Arna Elvarsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 11. febrúar árið 2002 og er fædd og uppalin á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Ég bý heima hjá foreldrum mínum þeim Maríu Kristínu Örlygsdóttur og Elvari Gunnarssyni. Ég á tvö eldri systkini sem heita Sif Sigurðardóttir og Brynjar Þór Elvarsson en þau eru flutt út, þannig ég er bara ein eftir hjá mömmu og pabba.
Menntun: Ég er á öðru ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Atvinna: Vinn í Pylsuvagninum á Selfossi með skóla.
Besta bók sem þú hefur lesið: Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur en ég er samt meira fyrir að hlusta á podcöst og hljóðbækur heldur en að lesa bækur.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég myndi segja að uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn sé Greys Anatomy.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Hún heitir Save Haven.
Te eða kaffi: Ég drekk hvorugt.
Uppáhalds árstími: Sumar.
Besta líkamsræktin: Fara í fótbolta.
Hvaða rétt ertu best að elda: Ég kann voða lítið að elda en ég kann að elda pasta, margir sem klikka á því.
Við hvað ertu hrædd: Ég er mjög flughrædd.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Korter í mætingu.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ligg uppi í rúmi að horfa á þátt.
Hvað finnst þér vanmetið: Bingó kúlur.
En ofmetið: Bláa lónið er ofmetið.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: International með Páli Óskari.
Besta lyktin: Af mömmu minni.
Bað eða sturta: Klárlega sturta
Leiðinlegasta húsverkið: Mér finnst afskaplega leiðinlegt að ryksuga þar sem ég gerði það heilt sumar þegar ég vann á Hótel Selfoss.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Wagrain í Austurríki, fer alltaf þangað í skíðaferðir.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Þegar fólk andar hátt.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þegar ég var 5 ára þá pissaði ég á mig fyrir framan Gumma Tóta á leikjanámskeiði.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég ætlaði að verða söngkona.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Besta vinkona mín og nafna hún Íris.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Beyonce, því hún hefur verið fyrirmynd mín síðan ég var lítil.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Snapchat eða Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég bóka ferð í heimsreisu á kostnað ríkisins.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er með yfirfettu á olnboga og hnjám.
Mesta afrek í lífinu: Að vinna Söngkeppni NFSu.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi vilja fara í spor ömmu minnar og sjá hvernig hún ól mömmu upp til að sjá hvort mamma var jafn auðveld og hún segist vera.
Lífsmottó: Slök að lifa og njóta.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Vinna á árshátíð Árborgar.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinHey bóndi á Hvolsvelli á laugardag
Næsta greinDýrmæt stig í súginn í Mosfellsbæ