Stóri plokkdagurinn verður haldinn næstkomandi laugardag. Vigfús Eyjólfsson á Selfossi er einn þeirra sem ætlar að taka þátt í deginum, enda hefur hann verið einn ötulasti plokkarinn á Suðurlandi undanfarin ár. Í Árborg verður boðið upp á plastpoka á mörgum stöðum á laugardagsmorgun og hægt verður að skila afrakstrinum á sama stað í stórsekki.
Fullt nafn: Vigfús Eyjólfsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 11. maí 1967, Suðureyri við Súgandafjörð.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Rakel Þórðardóttir. Við eigum þrjú börn Þórunni Vöku 15 ára, Sóley 13 ára og Kára 7 ára.
Menntun: B.S. í jarðfræði og M.S. tölvunarfræði jarðvísindum.
Atvinna: Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Rannís.
Besta bók sem þú hefur lesið: Hundrað ára einsemd og Sjálfstætt fólk.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Big Bang Theory og Breaking Bad.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Get hlegið að Guardians of the Galaxy.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumarið er best. Vorið og haustið eru líka góð.
Besta líkamsræktin: Hlaup, golf og plokk í breytilegri röð.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Hita pylsur án þess að sprengja þær.
Við hvað ertu hræddur: Klifur og príl.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Fyrir sjö.
Hvað gerir þú til að slaka á: Hleyp og kem heim í betra skapi.
Hvað finnst þér vanmetið: Ró og friður.
En ofmetið: Langir fundir.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Say something með Justin Timberlake og Chris Stapleton.
Besta lyktin: Af börnunum mínum þegar þau voru ungabörn.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Skúra.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ég man það ekki.
Nátthrafn eða morgunhani: Er orðinn morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Mývatnssveit og Vestmannaeyjar.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Að koma of seint.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Konunni minni þótti neyðarlegt að frétta af mér í stóru stígvélunum í Kringlunni.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Smiður eins og afi.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Sóley að gera grín að mér.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Dustin Johnson, besti golfleikari í heimi, og myndi spila allan daginn.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég fá fyrirtæki til að plokka aðeins út fyrir lóðarmörkin þ.e. það sem fýkur frá viðskiptavinunum og setja í rútínu.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Vann nýkrýndan heimsmeistara í kraftlyftingum í krók. Það var fyrir hlaupin.
Mesta afrek í lífinu: Klára 106 km fjallahlaup Hengill Ultra.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Rétt eftir landnám og sjá hvernig var umhorfs á Íslandi.
Lífsmottó: Fara sjálfur í hlutina.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Plokka með þúsundum annarra á Stóra plokkdeginum á laugardaginn.
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is