Selfyssingurinn Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð um síðustu helgi Norðurlandameistari í haglabyssugreininni skeet á NM í Finnlandi. Þetta er fyrsti Norðurlandameistaratitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Hákon lét ekki þar við sitja heldur var hann einnig í liði Íslands sem náði silfurverðlaununum í liðakeppninni í skeet á Norðurlandameistaramótinu.

Fullt nafn: Hákon Þór Svavarsson.
Fæðingardagur, ár og staður: Fæddur þann 14. janúar 1978 á Blönduósi.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur og við eigum tvö börn, þau Emmu Karen og Svavar Þór.
Menntun: Timburmaður.
Atvinna: Sjálfstætt starfandi timburmaður.
Besta bók sem þú hefur lesið: Harry Hole er toppmaður.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones (já, ennþá).
Te eða kaffi: Bara alls ekki takk, áttu kók með sykri?
Uppáhalds árstími: Haust, sumar, vetur og vor. Í þessari röð.
Besta líkamsræktin: Fjallganga.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Húnverskt lambakjöt.
Við hvað ertu hræddur: Grænmeti.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Þegar ég vakna.
Hvað gerir þú til að slaka á: Þá fer ég að skjóta.
Hvað finnst þér vanmetið: Þögn.
En ofmetið: Háværir minnihlutahópar.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Hefnd með Skálmöld.
Besta lyktin: Púðurlykt.
Bað eða sturta: Bæði (ekki í einu samt).
Leiðinlegasta húsverkið: Öll, húsverk eru mannskemmandi.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekki kjósa Vg.
Nátthrafn eða morgunhani: Bæði.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ísland.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Góða fólkið er hörmung.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Að vera kominn í harða baráttu við að komast á náðhúsið, tapaði þeirri baráttu í miðju stökki yfir girðingu, stórhættulegt.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Heyrðu… ég ætlaði að ákveða það þegar ég yrði stór, það hefur bara ekki gerst ennþá.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ari Eldjárn er sennilega fyndnastur.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Hr. Þór þrumuguð, það væri gaman að geta skotið litlu eldingum í rassinn á fólki.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Er miðaldra og nota þar af leiðandi Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Uss… það er sennilega ekki prenthæft, ekkert dónó samt.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Höldum því þannig áfram.
Mesta afrek í lífinu: Að eiga frábæra fjölskyldu.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi vilja skoða Skaftárelda úr lofti.
Lífsmottó: Mjög íslenskt „þetta reddast“.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Skjóta meira. Keppa á Íslandsmeistaramótinu.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinValgerður fær alþjóðleg þjálfararéttindi
Næsta greinStórskipahöfn í Hveragerði