Selfyssingurinn Díana Óskarsdóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá 1. október næstkomandi til næstu fimm ára. Díana tekur við embættinu af Herdísi Gunnarsdóttur sem hefur veitt HSU forstöðu síðastliðin fimm ár.
Fullt nafn: Díana Óskarsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 4. maí 1967, Selfossi.
Fjölskylduhagir: Þrjú börn og köttur.
Menntun: Geisla- og lýðheilsufræði, stjórnun og fleira.
Atvinna: Er að ljúka starfi sem deildarstjóri á röntgendeild LSH og tek við embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands 1. október næstkomandi.
Besta bók sem þú hefur lesið: Hmm, erfið spurning en Allra besta gjöfin er holl lesning. Þetta er ein af þeim bókum sem er fljótlesin en skilur margt eftir til umhugsunar. Bók sem sýnir fram á að lausin að vandamálum liggur hjá manni sjálfum.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends þættirnir standa alltaf fyrir sínu.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Horfi lítið á bíómyndir en Dirty Dancing er góð klassík.
Te eða kaffi: Kaffi ekki spurning.
Uppáhalds árstími: Allar árstíðir hafa sinn sjarma, get bara alls ekki valið á milli.
Besta líkamsræktin: Tvímælalaust hlaup.
Hvaða rétt ertu best að elda: Elda helst eitthvað einfalt og gott, fiskur er í uppáhaldi.
Við hvað ertu hræddur: Að missa einhvern náinn.
Klukkan hvað ferðu á fætur: 6:20.
Hvað gerir þú til að slaka á: Fer í góðan göngutúr eða hlusta á rólega tónlist.
Hvað finnst þér vanmetið: Hreint vatn.
En ofmetið: Útlitsdýrkanir.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Góð salsatónlist klikkar ekki.
Besta lyktin: Rósailmur.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að þrífa klósett.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Sennilega að læra „bara“ reglurnar í íslenskri stafsetningu, þetta var ráð sem Siggi Jóns gaf mér þegar ég var 15 ára og ný flutt til landsins.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Hvaleyrarvatn er minn staður en Bled í Slóveníu er nú sennilega með fallegri stöðum sem ég hef komið á.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Óheiðarleiki.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég keyrði á staur sem var beint fyrir framan bílinn minn á bílastæði, hraðinn var lítill en báðir öryggispúðarnir sprungu út. Þarna stóð ég öll þakin af dufti úr öryggispúðunum á leiðinni í veislu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Eitthvað tengt spítalalífi, umhverfið hefur alltaf heillað mig.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Sonur minn.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Það væri vandasamt og sennilega kæmist ég ekki yfir allt á einum degi.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég kom fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu.
Mesta afrek í lífinu: Að eignast börnin mín þrjú… Hvað gæti verið meira afrek?
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég færi aftur um um 40 ár eða svo til að fá eitt gott knús frá mömmu minni.
Lífsmottó: Choose to be positive.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Ferðast.
Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is