Lilja Björk Sæland er stallari í nýrri stjórn nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni en stjórnarskipti urðu hjá félaginu fyrr í mánuðinum. Það er alltaf nóg að gera í félagslífinu í ML en framundan er Dagamunur og síðar í mars munu nemendur skólans frumsýna leikritið Djöflaeyjuna.

Fullt nafn: Lilja Björk Sæland.
Fæðingardagur, ár og staður: Fæddist þann 26. apríl 2007 á spítalanum á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Ég bý með foreldrum mínum, litla bróðir mínum Áka, litlu systur minni Öddu og kærastanum mínum Baltasar.
Hverra manna ertu: Mamma mín heitir Heiða Pálrún og er frá Dalvík og pabbi minn heitir Axel Sæland og er frá Espiflöt í Reykholti.
Menntun: Einmitt núna stunda ég nám við Menntaskólann að Laugarvatni. Ég er í 2. bekk á náttúruvísindabraut.
Atvinna: Undafarin tvö ár er ég búinn að vera vinna í Bjarnabúð í Reykholti í Biskupstungum, það er mjög gaman að vinna þar, en þetta sumar fer ég reyndar að vinna á Geysi og hlakka mikið til.
Besta bók sem þú hefur lesið: Það var bókasería sem ég las fyrir nokkrum árum, fyrsta bókinn heitir A Court of Thorns and Roses. Ég varð alveg dolfallinn yfir þessum bókum og hef lesið þær nokkrum sinnum.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Mér finnst alltaf gott að horfa á Friends.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ég get alltaf horft á Harry Potter myndirnar og svo líka Fríða og Dýrið.
Te eða kaffi: Mér finnst hvorugt gott, en myndi velja te.
Uppáhalds árstími: Ég gæti aldrei verið endalaust í einum árstíma, mér finnst tilbreytinginn á milli árstíma svo skemmtileg.
Besta líkamsræktin: Mér finnst mjög gaman að spila blak eða fara í fjallgöngu með góðum vin.
Hvaða rétt ertu best að elda: Ég kann að elda klikka góða súpu.
Við hvað ertu hrædd: Vondu mömmuna í Coraline.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Ef það er skóli þá er það eitthvað í kringum 7:20, en mér finnst mjög næs að sofa út af og til.
Hvað gerir þú til að slaka á: Finnst gott að fara í sturtu eða lesa bækur og líka bara að taka góðan lúr.
Hvað finnst þér vanmetið: Mömmur.
En ofmetið: Símar, væri alveg til í að þurfa hann ekki.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Öll lögin frá One Direction koma mér alltaf gírinn.
Besta lyktin: Jólamaturinn hjá mömmu er besta lyktin, kemur manni í svo gott skap og jólastuð.
Bað eða sturta: Mér finnst betra að fara í sturtu, nema mér sé rosa kalt, þá er heitt bað voða kosý.
Leiðinlegasta húsverkið: Mér finnst ekkert gaman að þrífa klósettið.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Mér finnst þetta klassíska sem maður heyrði í leikskóla alltaf gott „Komdu fram við aðra eins og þú villt að þau komi fram við þig“.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég tel mig vera morgunhana, það slökknar bara alveg á heilanum mínum eftir klukkan 10 á kvöldin.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég fór til Stokhólms fyrir nokkrum árum og gamla borgin þar er alveg gullfalleg. Það toppar samt fátt Íslensku náttúruna.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Það fer mjög í taugarnar á mér þegar fólk er með leiðinlega tón eða meira svona pirrandi tón í röddinni eins og þau séu sí vælandi.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Veit ekki alveg hvort ég sé með eitthvað sérstakt atvik en það er mjög pínlegt þegar ég gleymi nöfnum á fólki sem ég á að vita hvað heitir.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Það var sko alltaf stóri draumurinn að verða höfrunga þjálfari.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Litli bróðir minn er ansi fyndinn.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég væri til í að vera Vigdís Finnbogadóttir þegar hún var kjörinn forseti, held það hafi verið mögnuð upplifun.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Örugglega Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi gera allt fullkomið.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Þetta er kannski ekki um mig en mamma mín er Snuðra úr Snuðru og Tuðru.
Mesta afrek í lífinu: Í dag myndi ég segja heiðurinn að vera kjörinn Stallari Menntaskólans að Laugarvatni.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara alveg lengst aftur í tímann og fá að sjá hvernig öll þessi svakalegu mannvirki voru byggð, t.d. píramídarnir og svona.
Lífsmottó: Ég vinn öll þau verk sem koma mína leið með gleði og bjartsýni að leiðarljósi.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Ég er að fara dúllast með mömmu minni í bænum, en annars er þetta voða tjill helgi sem er mjög næs, það gerist ekki oft þessa dagana.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinTröppurnar í FSu skreyttar í regnbogalitunum
Næsta greinBanaslys í Vík