Selfyssingurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson var ráðinn til þess að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Þjóðhátíðin verður ekki haldin um verslunarmannahelgina vegna samkomutakmarkana en það stoppar þó ekki brekkusönginn því honum verður streymt á sunnudagskvöldið frá ótilgreindum stað og þar verður leitast við að fanga hina óviðjafnanlegu stemningu í Eyjum.

Fullt nafn: Magnús Kjartan Eyjólfsson.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég fæddist þann 21. febrúar árið 1983 á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Sigríði Jónsdóttur og samtals eigum við 4 börn, Maríu Dögg 12 ára, Kolbrúnu Ninnu 11 ára, Bríeti Klöru 9 ára og Ronju Rún 1 árs. Svo eigum við líka nokkra hunda og einn kött.
Menntun: Næstum því smiður (semsagt grunnskólapróf).
Atvinna: Vinn við smíðar og tónlistarflutning.
Besta bók sem þú hefur lesið: Bróðir minn Ljónshjarta, ævisaga Kieth Richard er líka mögnuð lesning.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég held að ég verði að segja Söngvaborg í augnablikinu, það er allavega það sem ég horfi mest á þessa dagana.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Dalalíf, engin spurning.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Það er besta veðrið á sumrin.
Besta líkamsræktin: Að spila á alvöru sveittu sveitaballi.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Lasagna með ostasósu, bragðast eins og himnaríki.
Við hvað ertu hræddur: Snáka, þoli ekki þessi kvikindi.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Klukkan 7 þegar ég er ekki í sumarfríi, annars er það oftast þegar yngsta afkvæmið vaknar.
Hvað gerir þú til að slaka á: Horfi á sjónvarpið, helst eitthvað fræðandi.
Hvað finnst þér vanmetið: Svefn.
En ofmetið: Mér hefur alltaf þótt skipulag frekar ofmetið.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Africa með Toto er lag sem kemur mér alltaf í gírinn.
Besta lyktin: Nýslegið gras að sumri til.
Bað eða sturta: Sturta, hentar mér alltaf best.
Leiðinlegasta húsverkið: Að brjóta saman þvott ber af.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Vertu góð manneskja.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég er nátthrafn sem er alltaf að þykjast vera morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Frostastaðavatn á Landmannaafrétti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Óþolinmæði í minn garð (sem á oftast nær samt rétt á sér).
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þegar ég gleymdi lagatexta á tónleikum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Söngvari.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Sigríður mín og pabbi minn.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég væri til í að vera föðuramma mín eða einhver á hennar aldri og upplifa tíma seinni heimstyrjaldarinnar á Íslandi.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Ég er Facebooktýpan.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Myndi ég stoppa þennan blessaða faraldur sem herjar á heimsbyggðina um þessar mundir, þetta er orðið helvíti þreytt.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er ofboðslega mikill áhugamaður um seinni heimstyrjöldina.
Mesta afrek í lífinu: Börnin mín, ekki spurning.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég held að ég sé búinn að svara þessu, ég myndi svinga mér til styrjaldaráranna á Íslandi.
Lífsmottó: Að vera betri maður í dag en í gær.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Ég ætla að stjórna brekkusöng, það verður bara að koma í ljós hvar.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSunnlensku liðin sigruðu öll – Hamar í úrslitakeppnina
Næsta grein„Gaman að geta deilt gleðinni með fjölskyldu og vinum“