Hamarsmenn eru einir á botni úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir 87-69 tap gegn Breiðabliki í uppgjöri botnliða deildarinnar.
Bæði lið voru stigalaus fyrir leik og leikurinn í kvöld var í járnum langt fram í 3. leikhluta. Staðan var 42-39 í hálfleik. Þegar leið að lokum tóku Blikar hins vegar leikinn yfir og Hamar átti engin svör á lokakaflanum.
Jalen Moore og Franck Kamgain voru stigahæstir hjá Hamri með 19 stig og Moore tók 11 fráköst að auki. Ragnar Nathanaelsson skoraði 10 stig og tók 11 fráköst.
Breiðablik og Hamar eru áfram í tveimur neðstu sætum deildarinnar, Blikar nú með 2 stig en Hamar án stiga.