Skipa starfshóp um heimavist FSu

Heimavist FSu er við Austurveg 28 á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að skipa starfshóp um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Í lok nýhafins skólaárs rennur út samningur FSu við núverandi leigusala um rekstur heimavistar við skólann.

Starfshópinn munu skipa tveir fulltrúar frá sveitarfélögunum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, einn fulltrúi frá skólanefnd FSu, einn fulltrúi frá sveitarfélaginu Árborg og einn fulltrúi frá Ungmennaráði Suðurlands.

Hópnum er falið að kortleggja mögulegar leiðir, til lengri og skemmri tíma, til þess að tryggja heimavist við skólann.

Fyrri greinGóð mæting og líflegar umræður á félagsfundi Öruggrar búsetu
Næsta greinEinar framlengir til tveggja ára